Sleppti galakvöldinu vegna meðgöngunnar

Kylie Jenner á Met Gala kvöldinu árið 2019.
Kylie Jenner á Met Gala kvöldinu árið 2019. AFP

Athafnakonan Kylie Jenner lét ekki sjá sig á Met Galakvöldinu sem fór fram á mánudagskvöld. Jenner gengur nú með sitt annað barn og er sögð hafa hætt við að mæta á kvöldið með stuttum fyrirvara. 

Jenner sló í gegn á síðasta Met Gala kvöldi, árið 2019, þar sem hún klæddist fjólubláum hafmeyjukjól og var með fjólubláa hárkollu. 

„Kylie ætlaði á Met Gala en hætti við á síðustu stundum. Hún var á tískuvikunni í New York og ákvað svo að það yrði of mikið álag á líkama hennar, og oft erfitt að fara á Met Gala. Hún þurfti bara pásu. Hún vill einbeita sér að meðgöngunni en hefði elskað að mæta á kvöldið með systrum sínum og móður,“ sagði heimildamaður UsWeekly um málið. 

Systur hennar Kim Kardashian og Kendall Jenner mættu á kvöldið og vöktu báðar athygli fyrir klæði sín. Kardashian var í svörtum alklæðnaði og huldi andlit sitt líka. Jenner var í silfruðum kjól sem huldi lítið. 

mbl.is