Prinsessan komin á steypirinn

Beatrice prinsessa á von á sínu fyrsta barni.
Beatrice prinsessa á von á sínu fyrsta barni. Ljósmynd/Twitter/ForgetMeNotChildren

Beatrice prinsessa af York á von á sínu fyrsta barni. Prinsessan er enn að sinna opinberum skyldum og lætur ekki stóra og myndarlega óléttubumbu koma í veg fyrir eins og eina skóflustungu. 

Prinsessan mætti í brúnni kápu með svörtum borða til að undirstrika óléttuna þegar þess var minnst að tíu ár eru liðin síðan að heimili á vegum góðgerðarsamtakanna Forget Me Not Children var tekið til notkunar. Prinsessan er verndari samtakanna. 

Beatrice prinsessa.
Beatrice prinsessa. Ljósmynd/Twitter/ForgetMeNotChildren

Beatrice gekk í hjónband með eiginmanni sínum, Edo­ar­do Map­elli Mozzi, í fyrrasumar. Hjónin tilkynntu um væntanlegan erfingja í maí en fyrir á Mozzi einn son. 

mbl.is