Synirnir lítið fyrir sviðsljósið

Britney Spears lofsamaði syni sína tvo, Sean Preston og Jayden …
Britney Spears lofsamaði syni sína tvo, Sean Preston og Jayden í nýjustu færslu sinni á Instagram. AFP

Tónlistarkonan Britney Spears segir syni sína lítið fyrir sviðsljósið nú þegar þeir eru orðnir táningar. Spears sagði frá sonum sínum í nýrri færslu á Instagram en birti engar myndir af þeim. 

Synir Spears, þeir Sean Preston og Jayden, eru nú orðnir 15 og 16 ára gamlir. 

„Strákarnir mínir áttu afmæli í síðustu viku, og því miður eru þeir að verða fullorðnir og vilja gera sína eiginhluti. Ég þarf að biðja um leyfi frá þeim um að birta eitthvað því þeir eru svakalega sjálfstæðir ungir menn,“ skrifaði Spears í upphafi færslunnar. 

Spears segir að þau hafi haldið lítið afmæli með kökum en að það sé henni mjög erfitt hversu hratt þeir eru að verða fullorðnir. „Þeir fóru á dansleik í síðustu viku og ég grét í tvo daga. Litlu börnin mín í jakkafötum,“ sagði Spears og bætti við að dömurnar ættu að gera sig tilbúnar því þeir væru rosalega myndalegir. 

mbl.is