Var hræddur um strákinn sinn

Ronan og Storm Keating.
Ronan og Storm Keating. Skjáskot/Instagram

Írski söngvarinn Ronan Keating lenti í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að þurfa að fara með fjögurra ára drenginn sinn Cooper í skyndi á spítala. Ekki er vitað hvað hrjáði drenginn.

Keating sagði í færslu á Instagram að hann og konan hans hefðu verið dauðhrædd um drenginn og í algjöru rusli. Strákurinn beri sig hins vegar vel og sé algjör hetja. Með færslunni er mynd af drengnum í spítalarúmi með súrefnisgrímu.

View this post on Instagram

A post shared by Ronan Keating (@rokeating)

Ronan Keating er 44 ára og á fimm börn. Frægastur er hann fyrir að vera í írsku strákahljómsveitinni Boyzone á tíunda áratugnum.

mbl.is