Bush eignaðist fyrsta barnið 39 ára

Nýbakaða móðirin Barbara Pierce Bush með dóttur sína ásam Jennu …
Nýbakaða móðirin Barbara Pierce Bush með dóttur sína ásam Jennu Bush Hager. Skjáskot/Instagram

George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, og Laura Bush eiginkona hans eignuðust barnabarn í vikunni. Það var önnur tvíburadóttir þeirra, Barbara Pierce Bush, sem eignaðist sitt fyrsta barn 39 ára að aldri. 

Þetta var fyrsta barn Barböru Pierce Bush og eiginmanns hennar, handritshöfundarins Craigs Coynes. „Barbara fæddi Coru Georgiu Coyne hinn 27. september 2021 í Maine, ekki langt frá fjölskylduheimilinu okkar þar sem Barbara og Craig gengu í hjónaband,“ stendur í tilkynningu frá forsetanum fyrrverandi á Twitter. 

Fyrrverandi forsetahjónin eiga tvíburadæturnar Barböru Pierce Bush og Jennu Bush Hager. Það var erfitt fyrir George W. Bush og Lauru Bush að eignast börn. Þegar Bush Hager varð ólétt að sínu þriðja barni fann faðir þeirra til með tvíburasystur hennar. 

„For­eldr­ar mín­ir gengu í gegn­um svo mikið til þess að geta okk­ur, svo þau eru viðkvæm fyr­ir til­finn­ing­um þeirra sem hafa ekki nú þegar eign­ast börn­in sem þau þrá. Þau héldu að ef Barbara væri að reyna ætti hún skilj­an­lega eft­ir að öf­unda mig af meðgöngu minni,“ sagði Bush Hager.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert