Fann hjá sér köllun til að verða móðir

Kylie Jenner gengur með sitt annað barn.
Kylie Jenner gengur með sitt annað barn. AFP

Athafnakonan Kylie Jenner segir að hún hafi fundið köllun hjá sér til að verða móðir. Jenner gengur nú með sitt annað barn og rapparans Travis Scott. Hún var einnig að gefa út barnasnyrtivörulínu undir nafninu Kylie Baby. 

„Mér líður eins og ég hafi alltaf átt að sinna móðurhlutverkinu. Að horfa Stormi upplifa allt í fyrsta sinn hefur verið besti hlutinn af síðustu árum,“ sagði Jenner í viðtali við Elle. Dóttir hennar, Stormi, varð þriggja ára í febrúar á þessu ári. 

Jenner segir að sem móðir reynir hún að vera góð við sjálfa sig og áfellast sjálfa sig ekki of mikið. „Maður þarf að finna jafnvægið í móðurhlutverkinu, og ég reyni bara að taka einn dag í einu,“ sagði Jenner. 

mbl.is