Emil í Kattholti slær öll met

Emil í Kattholti slær öll met í Borgarleikhúsinu.
Emil í Kattholti slær öll met í Borgarleikhúsinu.

Aldrei fyrr í sögu forsölutilboða hjá Borgarleikhúsinu hafa selst eins margir leikhúsmiðar og á Emil í Kattholti í lok síðustu viku.

Alls seldust 8.084 miðar í forsölunni og er því uppselt á sýninguna út árið en janúarsýningar eru komnar í almenna sölu. Það er óhætt að segja að þjóðin sé æst í leikhús eftir takmarkaðan aðgang að leikhúsi síðastliðið ár.

Það mun ekki skorta fjörið þegar Þórunn Arna Kristjánsdóttir leikstjóri leiðir glæsilegan hóp leikara og tónlistarmanna inn í Smálöndin sænsku. Alls taka 17 leikarar þátt í sýningunni en þau Þorsteinn Bachmann og Esther Talía Casey fara með hlutverk foreldra Emils og Ídu.

Verkið verður frumsýnt 27. nóvember næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka