Þurfti að velja á milli Biggie og barnanna

Christina Haack og litli Biggie.
Christina Haack og litli Biggie. Skjáskot/Instagram

Bandaríska sjónvarpskonan Christina Haack neyddist til að láta hvolpinn Biggie fara af heimilinu vegna þess að hann passaði ekki inn í fjölskyldumynstrið.

Christina er mikil hundamanneskja en rottweilerhundurinn Biggie, sem hún nefndi í höfuðið á uppáhaldsrapparanum sínum, hinum eina sanna Biggie Smalls, var ekki jafn barngóður og hinir hundarnir sem eru og hafa verið á heimili fjölskyldunnar. Því greip hún til þessa örþrifaráðs, að koma Biggie fyrir á öðru heimili svo að öryggi barna hennar væri ekki ógnað. 

„Vegna hegðunarvandamála hjá Biggie varð ég að láta hann fara. Ég varð að vernda börnin mín,“ sagði hún við instagramfylgjendur sína þegar hún var innt eftir svörum um fjarveru hans á öllum myndum sem hún deildi. Biggie hafði komið inn í líf fjölskyldunnar í desember 2020, PageSix greinir frá.

Sjónvarpskonan og fasteignafjárfestirinn Christina Haack á þrjú börn með fyrrverandi eiginmönnum sínum. Tvö þeirra á hún með leikstjóranum Tarek El Moussa en yngsta barnið með Ant Antstead, sem nýlega hóf ástarsamband við leikkonuna Renée Zellweger.

Fylgjendahópurinn skiptist í tvær fylkingar eftir að hún upplýsti þá um málið. Sumir telja að hún hafi gert mikil mistök, hundar séu lifandi dýr og þetta sé á pari við eins konar níð. Aðrir koma henni til varnar og segja hana bestu móður í heimi sem taki erfiðar ákvarðanir með hag barna sinna fyrir brjósti. Dæmi hver fyrir sig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert