Ronaldo á von á tvíburum

Cristiano Ronaldo ásamt barnsmóður sinni Georginu Rodriguez og elsta syni …
Cristiano Ronaldo ásamt barnsmóður sinni Georginu Rodriguez og elsta syni sínum, Ronaldo yngri. mbl.is/AFP

Knattpyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo tilkynnti það nú fyrir skömmu að hann ætti von á tvíburum með kærustu sinni, fyrirsætunni Georginu Rodriguez. Fyrir á Ronaldo fjögur börn, eitt með Rodriguez en hin þrjú með ónefndum staðgöngumæðrum. 

Ronaldo deildi krúttlegri mynd af sér og Rodriguez á instagramsíðu sinni þar sem hann tilkynnti komu væntanlegra erfingja. Hamingjan skín úr augum þeirra þar sem sónarmyndirnar voru hafðar áberandi á meðan þau lágu afslöppuð saman uppi í rúmi með hvítar sængurnar vafðar um sig.

„Það er ánægjulegt að upplýsa ykkur um það að við eigum von á tvíburum von bráðar,“ skrifaði Ronaldo við myndina. „Hjörtu okkar eru full af ást og við getum ekki beðið eftir að hitta ykkur.“

Það er því mikil tilhlökkun hjá fjölskyldunni en miðað við færsluna er Rodriguez komin þrjá mánuði á leið og má því gera ráð fyrir að Ronaldo verði orðinn faðir sex barna í apríl næstkomandi. 

mbl.is