Sonur Önnu og Valdimars fékk krúttlegt nafn

Anna Björk Sigurjónsdóttir og Valdirmar Guðmundsson.
Anna Björk Sigurjónsdóttir og Valdirmar Guðmundsson. mbl.is/Stella Andrea

Tónlistarmaðurinn Valdimar Guðmundsson og sambýliskona hans, Anna Björk Sigurjónsdóttir, gáfu syni sínum nafn um helgina. Sonurinn fékk nafnið Sigurjón Tumi Valdimarsson. 

„Yndislegi, ljúfi og hlýi strákurinn okkar fékk nafnið sitt í dag, nákvæmlega ári eftir að við komumst að því að við ættum von á honum. Sigurjón Tumi stóð sig ótrúlega vel á meðan á öllu þessu stóð og foreldrar hans grétu töluvert meira en hann. Dagurinn var yndislegur í faðmi nánustu fjölskyldu (bæði í raunheimum og í gegnum FaceTime). Við erum óskaplega þakklát fyrir lífið og fólkið okkar sem gefur því lit,“ skrifaði Valdimar á Facebook. 

Valdimar greindi frá því á Facebook-síðu sinni í júlí að sonur þeirra hefði komið í heiminn með hvelli mánudagskvöldið 19. júlí. 

mbl.is

Bloggað um fréttina