Drengur á leiðinni hjá Ástrós og Davíð

Davíð og Ástrós eiga von á dreng.
Davíð og Ástrós eiga von á dreng. Skjáksot/Instagram

Ástrós Rut Sig­urðardótt­ir, fram­bjóðandi Viðreisn­ar og fyrr­ver­andi formaður Krafts, og Davíð Örn Hjart­ar­son eiga von á litlum dreng á næsta ári. Þetta er annað barn parsins saman en Ástrós á eina dóttur fyrir og Davíð einn son. 

„Lítill pungsi á leiðinni 09.04.2022. Litla gauragengið sem hann og Eiður eiga eftir að mynda,“ skrifaði Ástrós á Instagram í gær. 

Ástrós og Davíð eignuðust sitt fyrsta barn sam­an í apríl á þessu ári og því verður aðeins ár á milli bræðranna.

Ástrós Rut missti eig­in­mann sinn Bjarka Má Sig­valda­son árið 2019 eft­ir langa bar­áttu við krabba­mein. Með Bjarka á hún dótt­ur­ina Emmu Rut. Krabba­meins­bar­átta Bjarka vakti mikla at­hygli og fóru þau Ástrós í fjölda viðtala.

Ástrós skipaði 5. sæti á lista Viðreisn­ar í suðvest­ur­kjör­dæmi í þing­kosn­ing­um sem fóru fram í sept­em­ber.

mbl.is