Varð aldrei Bond-stúlka en varð mamma

Frumbyrjan Freida Pinto.
Frumbyrjan Freida Pinto. Skjáskot/Instagram

Indverska leikkonan Freida Pinto og eiginmaður hennar, bandaríski ljósmyndarinn Cory Tran, eignuðust sitt fyrsta barn á dögunum. 

Leikkonan er 37 ára gömul og skaust upp á stjörnuhimininn fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Slumdog Millionaire á sínum tíma. Hefur hún oft verið orðuð við Bond-myndirnar en aldrei orðið að því að hún fari með hlutverk Bond-stúlku. 

Pinto og Tran sögðu frá óléttunni um mitt síðasta sumar á Instagram og voru að vonum spennt fyrir nýja hlutverkinu. Um liðna helgi deildi Pinto svo mynd af litla herramanninum sem fæddist þeim hjúum og hefur fengið nafnið Rumi-Ray. Myndbirtingin kom aðdáendum hennar að óvörum þar sem hún kynnti Rumi-Ray til leiks á sama tíma og hún óskaði eiginmanni sínum til hamingju með afmælið. 

„Ég fagna þér í dag kæri eiginmaður, vinur og lífsförunautur. Að sjá þig verða að ekki bara pabba heldur ofurpabba gerir mig svo hrærða og hamingjusama,“ sagði Freida Pinto við fyrstu myndina af þeim feðgum.

View this post on Instagram

A post shared by Freida Pinto (@freidapinto)

mbl.is