X Æ A-Xii stal senunni

Fegðarnir Elon og X Æ A-Xii Musk saman á fundi.
Fegðarnir Elon og X Æ A-Xii Musk saman á fundi. Skjáskot/YouTube

Hinn eins og hálfs árs gamli X Æ A-Xii Musk stal senunni af föður sínum, Elon Musk, á zoomfundi í síðustu viku. Auðkýfingurinn var með kynningu á Starship fyrir National Academies of Sciences, Engineering and Medicine og ákvað að leyfa syninum að vera með. 

Soninn X á Musk með fyrrverandi kærustu sinni, tónlistarkonunni Grimes, en þau hættu saman fyrr á þessu ári. 

X litli virðist hafa verið kampakátur að fá að vera með pabba á fundi og sagði „hæ“ oft og reglulega og baðaði út örmum. 

Hann var þó aðeins stutta stund með pabba sínum á fundinum en maður kom inn í herbergið og sótti hann. 

mbl.is