Tvöföld gleði hjá syni Hughs Hefners

Cooper Hefner og Scarlett Byrne Hefner eiga von á tvíburum …
Cooper Hefner og Scarlett Byrne Hefner eiga von á tvíburum í mars á næsta ári. Skjáskot/Instagram

Cooper Hefner, yngsti sonur Hughs Hefners, og eiginkona hans, Scarlett Byrne Hefner, eiga von á tvíburum í mars á næsta ári. Hjónin tilkynntu um gleðina á Instagram í gær. Fyrir eiga þau dótturina Betsy Rose sem er 15 mánaða. 

Hefner hefur unnið í viðskiptaheiminum undanfarin ár en söðlaði um á síðasta ári og færði sig yfir í stjórnmálin. Stefnir hann að framboði til öldungadeildar Kaliforníuþings á næsta ári. 

Byrne er leikkona og fór með hlutverk Pansy Parkinson í kvikmyndunum um galdrastrákinn Harry Potter. 

Hefner og Byrne trúlofuðu sig árið 2015 og gengu í hjónaband í nóvember árið 2019. 

mbl.is