Hvolpar stálu senunni af konunglegu tvíburunum

Vincent prins og Jós­efína prins­essa eru 11 ára.
Vincent prins og Jós­efína prins­essa eru 11 ára. Ljósmynd/H.K.H. Kronprinsessen/Danska konungshöllin

Það var kátt í höllinni í Danmörku á laugardaginn en þá fögnuðu Vincent prins og Jós­efína prins­essa 11 ára afmæli. Vincent og Jósefína eru þriðja og fjórða barn Friðriks krónprins og eiginkonu hans, Mary krónprinsessu. 

Danska konungfjölskyldan birti myndir af tvíburunum í tilefni afmælisins á heimasíðu sinni. Börnin brostu í myndavélina í gallabuxum og í svörtum frökkum. Sérstaka athygli vöktu tveir litlir hvolpar sem tvíburnir héldu á. 

Tví­bur­arn­ir komu í heim­inn 8. janú­ar 2011 á Rík­is­spít­al­an­um í Kaup­manna­höfn. Klukk­an 10.30 fæddist Vincent og 26 mín­út­um seinna Jós­efína. Fyr­ir eiga for­eldr­ar þeirra, Friðrik krón­prins og Mary krón­prins­essa, son­inn Kristján og dótt­ur­ina Ísa­bellu.

Aflsappaðir konunglegir tvíburar.
Aflsappaðir konunglegir tvíburar. Ljósmynd/H.K.H. Kronprinsessen/Danska konungshöllin
mbl.is