Lætur frysta eggin eftir skilnaðinn

Anna Marie Tendler skoðar að frysta egg sín.
Anna Marie Tendler skoðar að frysta egg sín.

Listakonan Anna Marie Tendler hefur skoðað að láta frysta egg sín, nú þegar hún er skilin við grínistann John Mulaney. 

„Það voru ákveðnir hlutir sem ég bara hugsaði ekki um því það var bara lokuð hurð. Núna líður mér ekki jafn mikið eins og hurðin sé lokuð. Það er eitthvað sem ég velti mikið fyrir mér,“ spurð hvort hún sjái fyrir sér að eignast börn eftir skilnaðinn í viðtali við Harper's Bazaar

Hún bætti við að hún setti alltaf þau sambönd sem hún væri í ofar heldur en að eignast börn. Tendler var gift Mulaney í sex ár en hann sótti um skilnað við hana í júlí á síðasta ári. Skilnaðurinn gekk formlega í gegn nú í janúar. 

Í viðtali árið 2019 sagðist Mulaney forgangsraða hjónabandi sínu og vinnunni á undan því að stofna fjölskyldu og eignast börn. 

Mulaney tók strax upp samband við leikkonuna Oliviu Munn og eignuðust þau barn saman í lok nóvember. 

mbl.is