Erna Hrund og Jón eignuðust dóttur

Erna Hrund og Jón Kristófer.
Erna Hrund og Jón Kristófer. Skjáskot/Instagram

Förðunarfræðingurinn, vörumerkjastjórinn og þáttastjórnandinn Erna Hrund Hermannsdóttir og Jón Kristófer Sturluson eignuðust stúlku í nýliðinni viku. Stúlkan fæddist hinn 12. janúar og er fyrsta barn Ernu og Jóns saman. 

Erna Hrund gekk átta dögum fram yfir settan dag en hún segir á Instagram að fæðingin hafi gengið vel og móðir og barn séu við góða heilsu.

„Hjartað stækkaði um nokkur númer þegar þessi draumur kom í heiminn. Rúmar 16 merkur og 51 cm  Jónsdóttir er algjör gullmoli og sefur, drekkur og krúttar þess á milli yfir sig,“ skrifaði Erna Hrund við myndaseríu sem hún birti af nýfæddri stúlkunni.

Erna Hrund á tvo syni fyrir sem hún deilir með fyrrverandi eiginmanni sínum; Tinna Snæ, 9 ára, og Tuma, 6 ára.

Barnavefurinn óskar fjölskyldunni innilega til hamingju með nýjustu viðbótina!

mbl.is