Chopra og Jonas orðin foreldrar

Priyanka Chopra og Nick Jonas eignuðust dóttur.
Priyanka Chopra og Nick Jonas eignuðust dóttur. AFP

Stjörnuhjónin Nick Jonas og Priyanka Chopra eignuðust barn á dögunum. Eignuðust þau barnið með aðstoð staðgöngumóður en er þetta þeirra fyrsta barn. 

Hjónin tilkynntu um fæðingu barnsins í tilkynningu á föstudagskvöld og báðu um frið frá fjölmiðlum um hríð. 

Samkvæmt heimildum Page Six eignuðust þau litla stúlku. 

Fréttirnar berast aðeins viku eftir að Chopra, sem er 39 ára, greindi frá því í viðtali við Vanity Fair að þau hjónin vonuðust til þess að eignast barn saman. 

Chopra fyrrverandi fegurðardrottning en hún vann Miss World keppnina árið 2000. Hún hefur leikið í fjölda kvikmynda í heimalandi sínu Indlandi og er ein launahæsta leikkona þar í landi. Hún hefur einnig leikið í þáttum og kvikmyndum í Bandaríkjunum. 

Jonas er tónlistarmaður og hefur gert garðinn frægan ásamt bræðrum sínum í hljómsveitinni The Jonas Brothers. 

Þau gengu í hjónaband árið 2018.

mbl.is