Var miður sín eftir að óléttunni var lekið

Leikkonan Drew Barrymore.
Leikkonan Drew Barrymore. AFP

Leikkonan Drew Barrymore var nýbúin að komast að því að hún ætti von á sínu fyrsta barni þegar slúðurblöð birtu fréttir um meðgönguna. Stjarnan sem á tvö börn í dag segir reynsluna hafa verið hræðilega. 

„Ég var að koma út frá kvensjúkdómalækninum mínum og var nýbúin að komast að því að ég væri ólétt,“ sagði Barrymore um reynslu sína að því fram kemur á vef People. Um leið og Barrymore kom út af læknastofunni fékk samstarfsmaður símtöl þess efnis að Barrymore væri ólétt og fjölmiðlar ætluðu að segja frá því. 

Barrymore lét sem að þetta væru bara sögusagnir en svo kom í ljós að hún hafði verið mynduð með sónarmyndir. 

„Ég var svo heimsk að ég hélt á sónarmyndunum,“ rifjaði hún upp. „Ég var eiginlega þunglynd eða sorgmæddd af því að ég fékk ekki að hafa þetta út af fyrir mig í smá stund, bara til þess að átta mig á þessu.“

Leikkonan á tvær dætur sem eru níu ára og sjö ára með fyrrverandi eiginmanni sínum, Will Kopelman. Þegar hún átti von á sínu öðru barni ákvað Barrymore að deila því með heiminum. „Síðast talaði ég ekkert um það og fólk elti mig allan tímann,“ sagði Barrymore við People þegar hún átti von á sínu öðru barni. „Svo já, þetta er að gerast og það er satt. Ég reyndi að halda því leyndu eins lengi og ég gat.“

Drew Barrymore á tvær dætur.
Drew Barrymore á tvær dætur. AFP
mbl.is