Fær hjálp en gerir mikið sjálf

Travis Scott, Stormi Webster og Kylie Jenner.
Travis Scott, Stormi Webster og Kylie Jenner. AFP

Athafnakonan og samfélagsmiðlastjarnan Kylie Jenner eignaðist son í dögunum. Þetta er annað barn Jenner og rapparans Travis Scotts. Jenner sem á mikið viðskiptaveldi hugsar mikið um börnin sín en fær þó góða aðstoð. 

Jenner er komin aftur heim til sín eftir að hún eignaðist soninn og líður vel að sögn heimildarmanns People. „Kylie er með hjálp en gerir mikið sjálf,“ sagði aðili sem þekkir til. „Kylie og Travis eru mjög hamingjusöm saman. Hann er að vinna að nýrri tónlist en er líka mikið til staðar.“

Hin fjögurra ára gamla Stormi er sögð hafa það fínt og er mjög blíð við litla bróður sinn. „Hún er heilluð af litla bróður sínum og hefur haldið á honum.“

Jenner greindi frá því í september að hún ætti von á öðru barni með barnsföður sínum. „Hún hefður beðið eftir því að gefa Stormi systkini í töluverðan tíma. Hún elskar að vera mamma. Hún er himinlifandi með það að hún og Travis eigi von á barni aftur,“ sagði heimildarmaður í haust. 

Kylie Jenner og Travis Scott eignuðust son á dögunum.
Kylie Jenner og Travis Scott eignuðust son á dögunum. AFP
mbl.is