„Hún var ekki ættleidd – hún er barnið mitt“

Naomi Campbell.
Naomi Campbell. AFP

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell tjáði sig í fyrsta sinn um tilkomu dóttur sinnar í viðtali við breska Vogue. Fyrirsætan greindi frá því á Instagram í maí 2021 að hún væri orðin móðir. 

Fyrirsætan sem verður 52 ára í vor greindi ekki frá því hvort hún hefi fengið hjálp frá staðgöngumóður en tók það skýrt fram að dóttir hennar væri ekki ættleidd. „Hún var ekki ættleidd – hún er barnið mitt,“ sagði Campbell í viðtalinu. Hún ætlar að bíða með nánari lýsingar þangað til að hún skrifar ævisögu sína. 

Campbell sem sat fyrir með dóttur sína í fanginu í tískutímaritinu hefur kosið að halda eins miklu leyndu varðandi dóttur sína og hún getur. Hún vill ekki greina frá nafni hennar og vissu fáir að hún ætti von á barni áður en hún greindi frá fæðingu hennar í fyrra. „Ég get talið á fingrum annarrar handar þann fjölda fólks sem vissi að ég væri að fara eignast hana,“ sagði Campbell og sagði dóttur sína það besta sem hafði komið fyrir sig. 

Naomi Campbell.
Naomi Campbell. AFP
mbl.is