Greiðir lægra meðlag eftir Grey's Anatomy

Jesse Williams þarf að greiða lægra meðlag eftir að hann …
Jesse Williams þarf að greiða lægra meðlag eftir að hann hætti í Grey's Anatomy. ljósmynd/Imdb.com

Launaseðill bandaríska leikarans Jesse Williams lækkaði talsvert eftir að hann hætti að leika í þáttunum Grey's Anatomy. Svo mikið að hann óskaði eftir því að láta lækka meðlag sem hann greiðir með börnum sínum.

Í síðasta mánuði sótti Williams um að láta lækka meðlag sem hann greiðir barnsmóður sinni, Aryn Drake-Lee. Áður greiddi hann henni 40 þúsund bandaríkjadali á mánuði en þarf nú aðeins að greiða henni 6.413 bandaríkjadali. Gaf hann þá ástæðu að tekjur hans væru lægri nú og óstöðugar milli mánaða. 

Williams fór með hlutverk Dr. Jackson Avery í þáttunum og fékk greitt alls 6,2 milljónir bandaríkjadala fyrir. Hann hætti að leika í þáttunum í maí 2021 eftir að hafa leikið í þeim í 12 þáttaröðum. 

Williams og Drake-Lee deila forræði yfir börnum sínum tveimur, Sadie og Maceo. Þau skildu að borði og sæng árið 2017 og voru ekki lögskilin fyrr en í október 2020. Þau hafa deilt um forræði og meðlagsgreiðslur síðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert