Beraði bumbuna í Cannes

Adriana Lima og Andre Lemmers á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni …
Adriana Lima og Andre Lemmers á rauða dreglinum á kvikmyndahátíðinni í Cannes. AFP

Fyrirsætan Adriana Lima beraði bumbuna þegar hún gekk rauða dregilinn með kærasta sínum, leikaranum Andre Lemmers, í kvikmyndahátíðinni í Cannes í gær. 

Klæddist hún svörtum kjól með stóru gati á kviðnum sem rammaði bumbuna fallega inn. Lima gengur nú með sitt þriðja barn, en þetta er fyrsta barn hennar og Lemmers saman. 

Parið var mætt saman á frumsýningu kvikmyndarinnar Top Gun: Maverick. 

Þetta er þriðja barn Lima, en fyrsta barn þeirra Lemmers …
Þetta er þriðja barn Lima, en fyrsta barn þeirra Lemmers saman. AFP
mbl.is