Sögð lifandi eftirmynd móður sinnar

Larry og Dannielynn Birkhead.
Larry og Dannielynn Birkhead. Skjáskot/Instagram

Dannielynn Birkhead þykir sláandi lík móður sinni, Önnu Nicole Smith, sem lést þegar hún var aðeins fimm mánaða gömul. Birkhead er 15 ára og mætti á dögunum á The Kentucky Derby ásamt föður sínum, Larry Birkhead. 

Birkhead-feðginin halda úti sameiginlegri síðu á Instagram og birta þar reglulega myndir til þess að minnast Önnu Nicole Smith. Nú síðast benti Birkhead á líkindin. 

„Ég fann þessa mynd af Önnu og fannst Dannielynn vera tvíburi hennar,“ skrifaði Larry Birkhead.

Anna Nicole Smith var fræg Playboy fyrirsæta og lést fyrir …
Anna Nicole Smith var fræg Playboy fyrirsæta og lést fyrir aldur fram. AP
mbl.is