3 leiðir til að örva heila barna

Börn bregðast vel við miklum samskiptum.
Börn bregðast vel við miklum samskiptum. Unsplash.com/Colin Maynard

Fyrstu ár barna skipta sköpun hvað varðar heilaþroska. Talið er að 90% vaxtar heilans fari fram fyrir fimm ára aldurinn og þá skiptir einna helst máli að leggja áherslu á málrækt.

Það skiptir því miklu máli að tala við börn og eiga í innihaldsríkum samræðum þar sem hinn fullorðni og barnið skiptast á að tala.

„Ég hef tekið eftir því að flestir foreldrar gera ekki nóg af því að tala við börnin á þann hátt sem kemur til með að örva heilavirkni. Það skiptir til dæmis máli að segja frá því sem maður er að gera, benda, brosa, spyrja, svara, útskýra og jafnvel syngja,“ segir barnalæknir.

Það er einkum þrennt sem má hafa að leiðarljósi:

1. Taktu eftir

Það að taka eftir því sem börnin eru að hugsa um hverju sinni hjálpar manni að fitja upp á umræðuefnum. Ef þú til dæmis tekur eftir því að barnið horfir út um gluggann þá má byrja að spjalla um það sem það sér fyrir utan gluggann. „Ertu að horfa á bíbí? Sérðu hversu litríkur hann er?“

Taktu eftir öllu því sem barnið veitir athygli. Börn eru afar forvitin um umhverfið og það er margt sem grípur athygli þeirra. Notaðu tækifærið og spallaðu um allt milli himins og jarðar.

2. Talaðu meira

Þegar þú hefur komist að því á hverju barnið hefur áhuga skaltu nálgast þau á þeirra grundvelli og spjallaðu. Notaðu fjölbreyttan orðaforða. Það að tala meira við börn bætir við orðaforða þeirra og örvar heilann. 

3. Muna að skiptast á

Það er best ef báðir aðilar gefa jafnmikið af sér í samtölum. Sama hversu ungt barnið er, þá er hægt að skiptast á að babla eða benda. Það telst allt með.

Skiptist á með að spyrja spurninga og hvetjið barnið til þess að lýsa heiminum sem er í kringum það eða hvernig því líður. Dæmi, „Ég sé grænt og blátt blóm, en þú?“.

mbl.is