Dóttir Bergþórs og Laufeyjar komin með nafn

Bergþór Ólason og Laufey Rún Ketilsdóttir eru búin að gefa …
Bergþór Ólason og Laufey Rún Ketilsdóttir eru búin að gefa dóttur sinni nafn.

Laufey Rún Ketilsdóttir, starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, eru búin að gefa dóttur sinni nafn. Sú stutta fékk nafnið Ósk Bergþórsdóttir. 

Laufey greindi frá nafni dóttur sinnar á samfélagsmiðlum í vikunni. 

Ósk litla, sem kom í heiminn hinn 9. maí síðastliðinn, er fyrsta barn foreldra sinna saman en fyrir á Bergþór eina dóttur. 

Barnavefurinn óskar þeim til hamingju með fallegt nafn!

mbl.is