Hlynur og Margrét eiga von á barni

Hlyn­ur Krist­inn Rún­ars­son og Mar­grét Petrína Halls­dótt­ir eiga von á …
Hlyn­ur Krist­inn Rún­ars­son og Mar­grét Petrína Halls­dótt­ir eiga von á barni. Samsett mynd

Hlyn­ur Krist­inn Rún­ars­son og Mar­grét Petrína Halls­dótt­ir eiga von á sínu fyrsta barni saman. Hlynur heldur úti facebooksíðunni Það er von sem er forvarnarsíða gegn fíkn.

Hann greindi frá gleðifréttunum á síðunni um helgina. „Ég er ótrúlega spenntur og finnst þetta algjört kraftaverk. Mér finnst pínu eins og ég sé að vinna í lottó, að ef allt gengur upp að eignast vonandi heilbrigt barn með konunni sem ég elska,“ skrifar Hlynur og bætir við að hann hafi talið að hann væri ófrjór vegna mikillar steraneyslu fyrr á ævinni. 

Barnið er væntanlegt í febrúar á næsta ári en Hlynur segist hlakka til að takast á við þetta verkefni og axla ábyrgð. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is