Dóra Björt og Sævar gáfu syninum nafn

Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sævar Ólafsson eru búin að gefa …
Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sævar Ólafsson eru búin að gefa syni sínum nafn. mbl.is/Óttar

Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, og íþróttafræðingurinn Sævar Ólafsson eru búin að gefa syni sínum nafn. Litli drengurinn fékk nafnið Brimir Jaki en Dóra segir frá nafngiftinni á Facebook í gær. 

Nafnið Brimir fengu þau úr bókinni Blái hnötturinn eftir Andra Snæ Magnason en aðalpersóna bókarinnar heitir því nafni. Nafnið Jaki er svo eftir verkalýðsleiðtoganum Guðmundi J. Guðmundssyni, sem oft var nefndur Guðmundur Jaki.

Brimir Jaki, sem kom í heiminn í lok apríl á þessu ári, er fyrsta barn foreldra sinna saman, en fyrir á Sævar eitt barn.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is