Dóttir Kristjönu og Haraldar komin með nafn

Haraldur Franklín Magnús og Kristjana Arnarsdóttir eru búin að gefa …
Haraldur Franklín Magnús og Kristjana Arnarsdóttir eru búin að gefa dóttur sinni nafn. Skjáskot/Instagram

Íþróttafréttakonan Kristjana Arnarsdóttir og atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús eru búin að gefa dóttur sinni nafn. Fékk hún nafnið Rósa Björk. 

Kristjana greindi fyrst frá nafninu í gær, hinn 16. ágúst, en þá átti hún afmæli. 

Rósa Björk er fyrsta barn foreldra sinna en hún kom í heiminn hinn 30. júlí síðastliðinn. Kristjana er íþróttafréttamaður á Ríkisútvarpinu en Haraldur Franklín er á meðal fremstu atvinnukylfinga landsins. 

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is