Orðinn þriggja barna faðir 58 ára

Hjónin Riko Shibata og Nicolas Cage eignuðust dóttur.
Hjónin Riko Shibata og Nicolas Cage eignuðust dóttur. AFP

Stórleikarinn Nicolas Cage og eiginkona hans, Riko Shibata eignuðust dóttur hinn 7. september síðastliðinn í Los Angeles, Bandaríkjunum. Stúlkan, sem hefur þegar fengið nafnið Augusta Francesca, er fyrsta barn þeirra saman en Cage á fyrir tvö börn. Þetta staðfesti heimildarmaður People

Shibata er fimmta eiginkona Cage, en aldursbil hjónanna vakti mikla athygli í fjölmiðlum á sínum tíma þar sem Shibata er 31 ári yngri en Cage. Hjónin kynntust í Shiga í Japan og gengu í hjónaband á hóteli í Las Vegas, Bandaríkjum á síðasta ári. 

Sonurinn eldri en eiginkonan

Cage á tvo syni úr fyrri hjónaböndum, hinn 15 ára gamla Kal-El og hinn 31 árs gamla Weston, en sá eldri er einmitt fjórum árum eldri en eiginkona Cage. Fyrr í mánuðinum sagðist Cage sakna þess að fara í leikfangabúðir og syngja vögguvísur, en hann virðist afar spenntur fyrir því að verða faðir aftur. 

mbl.is