Hélt hún væri ólétt á breytingaskeiðinu

Kelly Ripa og eiginmaður hennar, Mark Consuelos.
Kelly Ripa og eiginmaður hennar, Mark Consuelos. AFP

Bandaríska sjónvarpskonan Kelly Ripa hélt að hún og eiginmaður hennar, Mark Consuelos, ættu von á sínu fjórða barni í kórónuveirufaraldinum. Ripa, sem er 51 árs, á fyrir þrjú börn með eiginmanni sínum, en þau eru á aldrinum 19 til 25 ára. 

„Á meðan á heimsfaraldrinum stóð hélt ég að maðurinn minn hefði gert mig ófríska. Ég var farin að taka þungunarpróf daglega,“ sagði Ripa í samtali við Haute Living. Hún segir manninn sinn síðan hafa bent sér á að það gæti nú verið önnur ástæða fyrir tíðahvörfum hennar. 

„Hann fór varlega í þetta og útskýrði fyrir mér að ég væri líklega að fara á breytingaskeiðið,“ sagði hún, og bætti við að hún hafi verið ansi fegin að þurfa ekki að útskýra fyrir börnunum sínum að þau ættu von á systkini. 

Ripa segir það vel hafa komið til greina að hún væri ólétt, enda hefur hún talað opinskátt um kynlíf hjónanna sem eru dugleg í rúmfiminni. 

mbl.is