Hlakka til að eignast lítið systkini

Von er á fjórða barninu hjá leikarahjónunum Blake Lively og …
Von er á fjórða barninu hjá leikarahjónunum Blake Lively og Ryan Reynolds. AFP

Dætur leikarahjónanna Blake Lively og Ryan Reynolds geta ekki beðið eftir því að eignast eitt systkini í viðbót. Mamma þeirra gengur nú með fjórða barn sitt. 

„Krakkarnir geta ekki beðið og eru alltaf að strjúka kúluna hennar. Það er svo krúttlegt,“ sagði heimildamaður Us Weekly á dögunum. 

Lively opinberaði óléttuna á rauða dreglinum á fimmtudah í síðustu viku og birti svo fjölda myndir af sér óléttri um helgina. 

Dætur Lively og Reynolds eru James sem er sjö ára, Inez sem er fimm ára og Betty sem er tveggja ára. 

mbl.is