Finnur loksins fyrir hreyfingum barnsins

Chrissy Teigen og John Legend.
Chrissy Teigen og John Legend. AFP

Fyrirsætan Chrissy Teigen segist loksins finna almennilega fyrir hreyfingum barnsins sem hún gengur nú með. Teigen gengur með sitt fjórða barn en hún og eiginmaður hennar John Legend misstu son þegar meðgangan var aðeins hálfnuð fyrir tveimur árum síðan. 

„Ég finn loksins fyrir barninu svo ég þarf ekki að senda lækninum mínum skilaboð þegar ég fer í sónar á hverjum einasta degi lengur,“ skrifaði fyrirsætan á Twitter. Teigen og Legend eiga dótturina Lunu sem er 6 ára og soninn Miles sem er 4 ára. 

Teigen opnaði sig um barnsmissinn í síðustu viku, en þá greindi hún frá því í fyrsta skipti að hún hefði í raun farið í þungunarrof því vitað var að barnið myndi ekki lifa fæðinguna af, og ógnaði því þungunin lífi hennar. 

mbl.is