Ætlar ekki að gefa barninu brjóst

Kelly Osbourne.
Kelly Osbourne. AFP

Kelly Osbourne hefur verið harðlega gagnrýnd af vinum sínum og fjölskyldu fyrir að ætla ekki að gefa ófæddu barni sínu brjóst. Osbourne ætlar að sleppa brjóstagjöfinni til þess að geta haldið áfram að taka lyfin sín.

„Gagnrýnin sem ég hef fengið frá vinum mínum og fjölskyldu er alveg rosaleg,“ sagði Osbourne í Red Table Talk í vikunni. Hún sagði að margir hefðu sagt henni að þá myndi hún missa af miklu. 

„Ég spyr fólk til baka hvort ég viti það ekki? Hvernig móðir er ég ef ég ætla að taka skref til baka í mínum bata?“ sagði Osbourne og bætti við að hún hafi lært fyrir löngu að láta gagnrýni annarra sem vind um eyru þjóta. 

Osbourne hefur glímt við fíknisjúkdóma en hefur verið edrú um nokkurt skeið. „Ég verð að taka bestu ákvörðunina fyrir mig og barnið mitt,“ sagði hin ólétta stjarna. 

mbl.is