Heldur sér í formi fyrir tvíburana

Söng- og leikkonan Leigh-Anne Pinnock æfingarmyndbandi með fylgjendum sínum á …
Söng- og leikkonan Leigh-Anne Pinnock æfingarmyndbandi með fylgjendum sínum á dögunum. Samsett mynd

Söng- og leikkonan Leigh-Anne Pinnock segist þurfa halda sér í góðu formi, enda með eitt barn í hvorri hendi. Hún þurfi því núna að halda í æfingarútínuna meira en nokkru sinni fyrr og hlakkar til að styrkja sig. 

Pinnock eignaðist tvíbura í ágúst 2021 með knattspyrnumanninum Andre Gray, en þau hafa verið saman síðan frá árinu 2016. Pinnock og Gray hafa haldið nöfnum og andlitum barna sinna fjarri sviðsljósinu.

Hreyfingin góð fyrir andlegu heilsuna 

„Ég er komin aftur. Ég hef alltaf haft gaman af því að æfa. Ég lít á það sem gæðastund sem ég á með sjálfri mér,  sem er mjög jákvæð fyrir andlega heilsu mína og lætur mér líða vel. Ég get ekki beðið eftir því að verða sterkari, ég er með eitt barn á hvorri mjöðm núna svo ég þarf að leggja á mig til að ná árangri,“ skrifaði Pinnock við myndskeið sem hún birti á Instagram-reikningi sínum á dögunum. 

Í myndbandinu gefur Pinnock fylgjendum sínum innsýn í æfingarútínu sína þar sem hún gerir ýmsar æfingar svo sem hnébeygjur, framstig og mjaðmalyftur. 

mbl.is