Á von á tvíburum 48 ára

Hilary Swank á von á tvíburum.
Hilary Swank á von á tvíburum. AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Hilary Swank á von á tvíburum með eiginmanni sínum Philip Schneider. Swank sem er 48 ára er að verða móðir í fyrsta sinn og hlakkar mikið til. 

„Þetta er eitthvað sem mig hefur langað mjög lengi og mitt næsta verkefni er að verða móðir,“ sagði Swank í viðtali við Good Morning America. Hún greindi síðan frá því að hún ætti von á tveimur börnum. 

Leikkonan sagðist vera mjög ánægð með að geta loksins deilt gleðitíðindunum og sagðist vera gengin nógu langt til þess. „Þetta er svo mikil blessun. Þetta er algjört kraftaverk. Þetta er ótrúlegt,“ sagði hún. 

Swank og Schneider kynntust árið 2016 og gengu í hjónaband tveimur árum seinna. 

mbl.is