Friðriksson er fæddur

Flóni er orðinn pabbi.
Flóni er orðinn pabbi. mbl.is

Tónlistarmaðurinn Friðrik Róbertsson, betur þekktur sem Flóni, og kærasta hans, Hrafnkatla Unnarsdóttir, eru orðnir foreldrar. 

Í heiminn kom lítill drengur, en Flóni greindi frá fæðingunni á Instagram nú í morgun þegar hann birti mynd af sér halda í hönd ungbarns í vöggu. 

Flóni, sem er aðeins 24 ára gam­all, er einn fremsti rapp­ari lands­ins en hann skaust upp á stjörnu­him­in­inn árið 2017 þegar hann gaf út lagið Ung­ir strák­ar.

Barna­vef­ur­inn ósk­ar þeim Flóna og Hrafn­kötlu inni­lega til ham­ingju!

Skjáskot/Instagram
mbl.is