Tók heilsuna föstum tökum eftir keisarann

Meghan Trainor og Riley Sabara, sonur hennar.
Meghan Trainor og Riley Sabara, sonur hennar. Skjáskot/Instagram

Tónlistarkonan Meghan Trainor og eiginmaður hennar, Spy Kids-stjarnan Daryl Sabara, eignuðust fyrsta barn sitt 8. febrúar 2021, en drengurinn var tekinn með keisaraskurði.

Trainor segir líf sitt hafa umturnast eftir að hún varð mamma, hún hafi verið á „myrkum stað“ eftir keisarann og því ákveðið að taka andlega jafnt sem líkamlega heilsu sína föstum tökum. 

Vildi vera á góðum stað fyrir son sinn

„Mér leið bara ekki vel. Ég hafði aldrei verið saumuð áður,“ sagði Trainor í samtali við ET Canada. Henni þótti erfitt að vera komin með ör eftir keisaraskurðinn og leið því illa andlega. „Ég vildi vera á frábærum stað fyrir son minn,“ bætti hún við.

Þegar söngdívan ákvað að setja heilsuna í forgang segir hún fæðinguna hafa orðið aðalhvata sinn til að hefja hreyfingu. „Ég lagði mig fram á hverjum degi og skoraði á sjálfa mig. Ég hugsaði: „Ef ég gat lifað keisarann af þá get ég gert hvað sem er,““ sagði Trainor. 

Meira sjálfstraust og betri líðan

Trainor fór einnig að huga að næringunni og komst að því að henni þykir hollur matur afar góður. „Ég lærði líka að heilinn er svo ánægður þegar ég hreyfi mig, þannig að mér líður bara betur en nokkru sinni fyrr,“ sagði hún. 

Söngkonan segist nú finna fyrir meira sjálfstrausti og betri líðan, jafnt líkamlega sem og andlega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert