Lætur allt eftir börnunum fyrir jólin

Alec Baldwin og Hilaria Baldwin.
Alec Baldwin og Hilaria Baldwin. AFP

Jógakennarinn Hilaria Baldwin segir að eiginmaður hennar, leikarinn Alec Baldwin, eigi erfitt með að segja nei við börnin þeirra fyrir hátíðirnar. Segir hún hann eiga það til að láta allt eftir þeim og að hún þurfi þar af leiðandi oftar að segja nei. 

„Mér líður eins og ég sé bæði góða og vonda löggan,“ sagði Baldwin í léttum tón á galakvöldi í New York í síðustu viku. Baldwin-hjónin eiga alls sjö börn saman, en stúlkan Ilaria Catalina bættist við í hópinn í september á þessu ári.

Baldwin er í óða önn að gera allt tilbúið fyrir jólin. „Við erum með sokka fyrir alla og álfarnir, ó Guð, álfarnir. Ég finn ekki álfana eins og er. Þetta er reyndar mikið neyðarástand núna,“ sagði Baldwin og vísar þar til bandarísku jólahefðarinnar um „álfinn á hillunni“.

mbl.is