„Krúsímúsi var ekki samþykkt“

Anna Fríða Gísladóttir og Sverrir Falur Björnsson eru búin að …
Anna Fríða Gísladóttir og Sverrir Falur Björnsson eru búin að gefa yngri syni sínum nafn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Anna Fríða Gísla­dótt­ir, for­stöðumaður markaðsmá­la hjá Play, og Sverr­ir Falur Björns­son eru búin að gefa syni sínum nafn. Drengurinn litli fékk nafnið Jóhann Kristinn Sverrisson. 

Anna Fríða segir frá á Instagram en Jóhann Kristinn er annar sonur þeirra Sverris. Fyrir eiga þau soninn Björn Helga. 

„Jóhann Kristinn Sverrisson heitir hann, því Krúsímúsi var ekki samþykkt,“ skrifar Anna Fríða við fallegar myndir af bræðrunum.

Barnavefurinn óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is