Sonurinn öruggari í Bretlandi

Beatrice prinsessa og Edoardo Mapelli Mozzi.
Beatrice prinsessa og Edoardo Mapelli Mozzi. AFP

Dana Huang segist vera fegin því að sonur hennar sé nú búsettur í Bretlandi og fari í breskan skóla en ekki bandarískan. Huang er móðir Wolfie, sem er stjúpsonur Beatrice prinsessu. Hún var áður trúlofuð Edoardo Mapelli Mozzi, sem nú er kvæntur prinsessunni, og átti með honum soninn Wolfie sem er 6 ára. 

Huang, sem er fædd og uppalin í Bandaríkjunum, tjáði sig um öryggi sonar síns í færslu á Facebook sem Daily Mail vísar í. Í færslunni segist hún sofa betur á nóttunni vitandi það að sonur hennar verði ekki skotinn til bana við borðið sitt í skólanum. 

Þar vísar hún til fjölda þeirra skotárasa sem gerðar hafa verið í skólum í Bandaríkjunum á undanförnum árum. Á árinu hafa verið skráðar 600 fjöldaskotárásir í Bandaríkjunum og hafa alls 1.500 börn dáið í atvikum tengdum skotvopnum.

Wolfie litli býr hjá pabba sínum og Beatrice, en þau hjónin eignuðust dótturina Siennu Elísabet á síðasta ári. Beatrice er dóttir Andrésar Bretaprins sem er bróðir Karls Bretakonungs. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert