Er óléttunef raunverulegt fyrirbæri?

Ólétt kona þarf að þola margar breytingar á líkama sínum.
Ólétt kona þarf að þola margar breytingar á líkama sínum. Ljósmynd/Colourbox.dk

Barnshafandi konur þurfa að búa sig undir miklar breytingar sem verða á líkama þeirra á meðgöngu. 

Sumar verða varar við mikla ógleði, verki í grindinni, aum brjóst, stíflað nef, breytt matarlyst svo fátt eitt sé nefnt. 

Sumar taka hins vegar eftir breytingar á nefinu. Nef sumra barnshafandi kvenna bólgnar á meðgöngu þannig að það virkar mun stærra og breiðara en venjulega.

„Um 20% barnshafandi kvenna fá svokallað óléttunef,“ segir fæðingarlæknirinn Monte Swarup.

Þó fyrirbærið sé tiltölulega hættulaust þá geta breytingarnar verið umtalsverðar. Konur á samfélagsmiðlinum TikTok hafa verið duglegar að deila „fyrir og eftir“ myndum af nefi sínu og í sumum tilfellum er munurinn sláandi.

Góðu fréttirnar eru þær að flestar segja þær stækkun nefsins gangi til baka nokkrum vikum eftir fæðingu barns.

„Þetta er þekkt undir heitinu pregnancy rhinitis og þetta fer þegar barnið er fætt,“ segir læknirinn. „Á meðgöngunni verða miklar breytingar á blóðflæði um líkamann vegna hormónanna. Þetta hefur áhrif líka á nefið og þess vegna upplifa margar til dæmis stíflað nef.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert