Hikar ekki við að hoppa á trampólíninu

Katrín prinsessa af Wales elskar að hreyfa sig með börnunum.
Katrín prinsessa af Wales elskar að hreyfa sig með börnunum. AFP

Katrín prinsessa er upptekin þriggja barna móðir. Hún þarf því að vera frumleg þegar kemur að því að finna tíma fyrir heilsurækt.

Á dögunum hitti Katrín ruðningsleikmenn sem nota meðal annars hjólastóla. Hún deildi með þeim hvernig morgnarnir eru heima hjá henni og hvernig hún nær að koma líkamsræktinni að hjá sér.

Aðspurð hvort hún færi í ræktina sagðist Katrín fá mikið út úr því að hlaupa á eftir börnunum.

„Ég geri hvað sem er og kreisti út líkamsrækt hvar sem tækifæri gefst. Ég hoppa meira að segja á trampólíninu með börnunum áður en þau fara í skólann.“

Bæði Katrín og Vilhjálmur stunduðu íþróttir af kappi á yngri árum og börnin hafa erft áhugann á íþróttum.

„Við höfum öll mikið keppnisskap og keppum mikið við hvert annað. Öll börnin elska íþróttir og Louis dýrkar ruðning. Þau eru á þeim aldri að þau elska að hlaupa um.“

Katrín hefur áður tjáð sig um hversu mjög fjölskyldan elskar að hreyfa sig og njóta útiveru. Í hlaðvarpsþættinum Happy Mum, Happy Baby árið 2020 sagði hún að það væri í mestu uppáhaldi hjá fjölskyldunni að verða drulluskítug í sveitinni.

Katrín með ruðningsleikmönnunum.
Katrín með ruðningsleikmönnunum. AFP
Katrín prinsessa elskar að spjalla við börn og gefur sér …
Katrín prinsessa elskar að spjalla við börn og gefur sér alltaf langan tíma með þeim. AFP
mbl.is