Paris Hilton orðin móðir

Paris Hilton er orðin móðir.
Paris Hilton er orðin móðir. AFP/Michael Tran

Hótelerfinginn Paris Hilton og eiginmaður hennar Carter Reum eru orðnir foreldrar. Hjónin eignuðust lítinn dreng með aðstoð staðgöngumóður.

Hilton staðfesti fæðingu sonar síns við People en hún birti í gær mynd á Instagram af höndum þeirra saman. „Orð fá því ekki lýst hversu elskaður þú ert nú þegar,“ skrifaði Hilton við myndina.

Hilton hefur talað opinskátt um að hana hafi langað til að verða móðir og hvernig þau Reum myndu njóta aðstoðar staðgöngumóður. Bæði eru þau 41 árs en þau gengu í hjónaband síðla árs 2021.

mbl.is