Þakklát fyrir að geta orðið ólétt

Daryl Sabara og Meghan Trainor eiga von á sínu öðru …
Daryl Sabara og Meghan Trainor eiga von á sínu öðru barni. Skjáskot/Instagram

Söngkonan Meghan Trainor og leikarinn Daryl Sabara eiga von á sínu öðru barni. Hjónnin greindu frá þessu um helgina en Trainor segist vera þakklát fyrir að geta orðið ólétt.

„Þetta er svo mikil blessun. Ég er bara svo þakklát fyrir að ég get orðið ólétt. Og ég er bara að standa mig vel. Þetta er geggjað. Þetta er draumurinn minn. Ég er hálfnuð, mig langar í fjögur börn,“ sagði Trainor.

Fyrir eiga þau soninn Riley sem kom í heiminn í febrúar 2021.

„Við erum búin að reyna að segja honum að það sé barn í bumbunni en þá bendir hann á sína bumbu og segir „barn“ og við reynum að útskýra að það er ekki barn í hans bumbu, heldur bumbunni hennar mömmu,“ sagði Trainor.

mbl.is