Allt um staðgöngumæðrun fræga fólksins

Kim Kardashian eignaðist Psalm og Chicago með aðstoð staðgöngumóður.
Kim Kardashian eignaðist Psalm og Chicago með aðstoð staðgöngumóður. Ljósmynd/skjáskot Instagram.

Staðgöngumæðrun er afar kostnaðarsöm þegar venjulegt fólk á í hlut. Það getur hins vegar verið mun kostnaðarsamara fyrir frægt fólk að nýta sér staðgöngumæðrun þar sem tryggja þarf öryggi og einkalíf staðgöngumæðranna með ýmsum hætti svo fátt eitt sé nefnt.

„Stjörnur leita allra leiða til þess að halda staðgöngumæðruninni leyndri. Staðgöngumæðurnar eru látnar skrifa undir þagnareið og þurfa að uppfylla ýmis skilyrði til þess að tryggja einkalíf beggja aðila,“ segir í umfjöllun Daily Mail.

Stjörnurnar normalísera staðgöngumæðrun

Gina-Marie Madow hjá ConceiveAbilities segir að stjörnurnar hafi hjálpað við að normalísera staðgöngumæðrun. Þannig að konur skammist sín minna fyrir að leita sér hjálpar við að eignast börn. 

„Samkvæmt okkar rannsóknum hefur fólk fyrst kynnst staðgöngumæðrun í gegnum stjörnur á borð við Kim Kardashian og Paris Hilton. Fólk hefur svo fyllst andagift og leitað sér frekari upplýsingar um ferlið og konur jafnvel kosið að gerast staðgöngumæður í kjölfarið,“ segir Madow.

Borga ekki meira fyrir sjálfa staðgöngumæðrunina

Þegar Kim Kardashian og Kanye West eignuðust Chicago með aðstoð staðgöngumóður 2018 er sagt að þau hafi greitt um sjö milljónir til staðgöngumóðurinnar. Mörgum fannst það lág tala miðað við efnahagslegu stöðu þeirra. Þeir sem starfa hins vegar í geiranum segja að þetta hafi verið almennt verð fyrir staðgöngumæðrun og að maður fái ekki meira greitt fyrir að ganga með stjörnubörn en önnur börn.

Þá er það einnig vaninn hjá fyrirtækjunum að semja um verð fyrir staðgöngumæðrun áður en þær eru svo paraðar við foreldrana, sem gætu verið frægir eða óþekktir.

„Það að borga staðgöngumóðirinni meira gæti litið út eins og einhvers konar þvingun auk þess sem það gæti laðað að fólk í starfið sem væri þarna af annarlegum hvötum. Það sé því öruggara að halda verðinu eins fyrir alla,“ segir talsmaður Extraordinary Conceptions.

„Maður vill fá konur í starfið sem er þar af heilum hug en ekki vegna peninganna. Maður vill konur sem bjóða sig fram því þær eiga að baki góða fæðingar, eru heilsuhraustar, elska að vera óléttar og vilja aðstoða fólk.“

Meiri aukakostnaður fyrir þá frægu

„Frægt fólk þarf hins vegar oft að greiða meira til stofunnar sem sér um allt utanumhald. Það þarf að gera ýmsar ráðstafanir til þess að tryggja öryggi og einkalíf skjólstæðinganna.“

„Stundum veita stofurnar ekki lögfræðiráðgjöf og þurfa stjörnur því að greiða fyrir þá þjónustu sjálfar.“ 

Heildarkostnaður Kardashian og West hafi því verið nær 17 milljónum.

Halda sig fjarri í fyrstu

Í upphafi staðgöngumæðrunar reyna stjörnurnar að leyna því hver þær eru til þess að forðast að lenda í erfiðum aðstæðum með staðgöngumóðurinni, að hún fari til dæmis að notfæra sér þau og maka krókinn. 

„Oft á tíðum hafa stjörnurnar átt erfitt með barneignir og eiga að baki miklar sorgir hvað það varðar. Þeim er því mikið í mun að vernda sig frá frekari særindum. Það breytist svo þegar óléttan er vel á veg komin og fólk búið að ganga frá öllum lausum endum.“

Einkaþjálfari, kokkur og næringafræðingur

Stjörnur hika svo ekki við að dekra við staðgöngumæðurnar.

„Það getur haft sína kosti að ganga með barn einhverrar stórstjörnu. Oft fá staðgöngumæðurnar dýrar gjafir, lúxus gistingu og stundum eigin kokk sem eldar lífrænan mat, næringarfræðing og heilsuþjálfa. Ef þær þurfa nudd á meðgöngunni þá fá þær það.“

Stundum biðja stjörnurnar um að staðgöngumæðurnar flytji til þess að vera nær þeim og borga þá öll möguleg gjöld sem tengjast flutningum og uppihaldi.

Paris Hilton og Carter Reum eignuðust strák með aðstoð staðgöngumóður.
Paris Hilton og Carter Reum eignuðust strák með aðstoð staðgöngumóður. AFP
Nick Jonas, Priyanka Chopra og Malti Marie sem kom í …
Nick Jonas, Priyanka Chopra og Malti Marie sem kom í heiminn með aðstoð staðgöngumóður. Skjáskot/Instagram
Ramona Agruma og Rebel Wilson eiga eina dóttur.
Ramona Agruma og Rebel Wilson eiga eina dóttur. Skjáskot/Instagram.
Alec og Hilaria Baldwin með börnin sín sjö en eitt …
Alec og Hilaria Baldwin með börnin sín sjö en eitt þeirra fæddist með aðstoð staðgöngumóður. Skjáskot/Instagram
Yngra barn Nicole Kidman og Keith Urban fæddist með aðstoð …
Yngra barn Nicole Kidman og Keith Urban fæddist með aðstoð staðgöngumóður.
Ricky Martin með börnum sínum tveimur.
Ricky Martin með börnum sínum tveimur.
mbl.is