Sagði frá óléttunni í spjallþætti

Kit Harington er að verða tveggja barna faðir.
Kit Harington er að verða tveggja barna faðir. Getty Images/AFP/Al Bello

Game of Thrones-hjónin Kit Harington og Rose Leslie eiga von á sínu öðru barni saman. Harington sagði frá óléttunni spjallþættinum The Tonight Show í síðustu viku.

Fyrir eiga hjónin, sem kynntust við tökur á Game of Thrones, einn son sem þau hafa ekki nafngreint opinberlega.

„Honum líður vel. Hann er að fara fá mesta áfall ævi sinnar, sem er það að hann er að fara eignast lítið systkini,“ sagði Harington og virtist stjórnandi þáttarins, Jimmy Fallon, hissa á tíðindunum.

Harington viðurkenndi að hann væri dauðhræddur við að eignast annað barn. „Þegar maður eignast fyrsta barn, þá svífur maður um á skýi fyrstu níu mánuðina. Eða allavega karlinn. Núna kemst maður niður á jörðina miklu fyrr. Maður fer að hugsa um praktíska hluti mun fyrr,“ sagði Harington.

Hann sagði son sinn ekki enn ná utan um það að hann væri að fara eignast systkini, enda bara tveggja ára gamall.

mbl.is