Dóttirin heitir Iceland

Gucci Mane og Keyshia Ka’oir David gáfu dóttur sinni nafnið …
Gucci Mane og Keyshia Ka’oir David gáfu dóttur sinni nafnið Iceland. Skjáskot/Instagram

Rapparinn og Íslandsvinurinn Gucci Mane og eiginkona hans Keyshia Ka'oir David eignuðust sitt annað barn á dögunum. Stúlkan litla fékk einstakt nafn, en hún heitir Iceland.

Parið greindi frá fæðingu dóttur sinnar á Instagram og sagði sömuleiðis frá nafngiftinni sem verður að teljast heldur óhefðbundin.

Iceland litla, sem ekki mætti bera nafnið á landinu sem hún heitir í höfuðið á, fæddist 8. febrúar síðastliðinn. Stóri bróðir hennar er tveggja ára og heitir Ice.

Gucci Mane hefur komið til Íslands en hann spilaði á tónlistarhátíðinni Secret Soltice og varð mjög hrifinn af landi og þjóð af samfélagsmiðlum að dæma. Það má þó ætla að nafnið gæti orðið ruglandi fyrir vini og vandamenn í framtíðinni.

mbl.is