Aðeins auðveldara í seinna skiptið

Kylie Jenner á tvö börn.
Kylie Jenner á tvö börn. AFP

Athafnakonan og raunveruleikastjarnan Kylie Jenner er tveggja barna móðir. Þrátt fyrir að líf hennar virðist oft vera fullkomið hefur hún glímt við erfiðleika og eftir báðar meðgöngurnar glímdi hún við fæðingarþunglyndi. 

„Ég hef gengið í gegnum það tvisvar,“ sagði Jenner í viðtali við Vanity Fair á dögunum þegar hún var spurð út í fæðingarþunglyndi. „Fyrra skiptið var mjög erfitt, það gekk aðeins betur í seinna skiptið.“

Þegar vanlíðanin er mikil er eins og tilfinningarnar muni aldrei líða hjá, að líkaminn verði aldrei eins og áður, að það verði ekkert eins og áður. Það er hins vegar ekki rétt að sögn Jenner, hormónarnir og tilfinningar á þessu tímabili eru hins vegar gríðarlegar. Hennar ráð er að reyna að komast í gegnum þetta tímabil án þess að hræðast það sem kemur á eftir. Ef ekki eiga mæður eftir að missa af öllu því fallega sem fylgir móðurhlutverkinu. 

Travis Scott, Stormi Webster og Kylie Jenner árið 2019.
Travis Scott, Stormi Webster og Kylie Jenner árið 2019. AFP

Þegar hún er spurð hvað henni finnist mest spennandi við að verða móðir segir hún þá stund að halda á nýrri manneskju í fanginu á spítalanum. „Þetta eru svo einstakar og sértakar aðstæður og það snýst allt um að tengja við þessa litlu manneskju sem þú ert að læra inn á. Það er líka önnur töfrandi stund, það er þegar þú ferð heim með börnin. Það er kannski fallegasta stundin,“ sagði stjarnan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert