Saga og Vilhelm eignuðust dreng

Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson.
Saga Sigurðardóttir og Vilhelm Anton Jónsson. mbl.is/Haraldur Jónasson / Hari

Ljósmyndarinn og listamaðurinn, Saga Sigurðardóttir, og Vilhelm Anton Jónsson fjölmiðlamaður og rithöfundur eru orðnir foreldrar. Parið eignaðist dreng á föstudaginn var og gekk allt að óskum. 

Fyrir átti Vilhelm tvö börn úr fyrri samböndum. 

Parið hefur verið önnum kafið í verkefnum sínum en Saga er einn vinsælasti ljósmyndari landsins en hún hefur líka gert það gott sem listamaður. Ævintýraleg verk hennar hafa fallið í kramið hjá fólki og þykja skemmtileg. Vilhelm Anton, eða Villi naglbítur eins og hann er oftast kallaður, er tónlistarmaður í grunninn en bækur hans um vísindi hafa gert gott mót hjá ungu kynslóðinni. 

Barnavefurinn óskar fjölskyldunni til hamingju með drenginn! 

mbl.is